Starfsfólk
Saga Varma og vélaverks
Varmaverk ehf var stofnað árið 1985 af Jónasi Matthíassyni vélaverkfræðingi, frá upphafi var áherslan lögð á orkugeiran við hönnun hitaveitna og orkuvera. Má þar helst nefna orkuverið í Svartsengi þar sem starfsmenn Varmaverks voru hönnuðir og ráðgjafar.
Vélaverk ehf, verkfræðiþjónusta var stofnuð árið 1996 af Rúnari Magnússyni, orkuverkfræðingi. Frá upphafi þjónustaði Vélaverk orku- og sjávarútvegsfyrirtæki á sviði orkuráðgjafar og hönnunar ásamt því að vera með innflutning á vörum.
Árið 2004 fær Vélaverk umboð fyrir KSB dælur og 2005 SEW Eurodrive gírmótora. Uppfrá því verður sala og innflutningur á búnaði stærri þáttur í starfsemi Vélaverks. Árið 2008 samdi Vélaverk í samstarfi við System S&P við Orkuveitu Reykjavíkur um útvegun og uppsetningu á 4 lífrænum hreinsistöðvum sem staðsettar eru í uppsveitum Borgarfjarðar
Þann 1. apríl 2005 var hönnunarhluti Varmaverks seldur til Fjarhitunar og fluttu fjórir starfsmenn Varmaverks sig um set ásamt Jónasi. Eftir varð verslunar- og þjónustuhlutinn með 4 starfsmönnum.
Um áramótin 2005 og 2006 var katladeild Héðins keypt og fylgdi einn starfsmaður með í kaupunum. Upp frá því var mikil áhersla lögð á sölu og þjónustu á kötlum og ketilkerfum .
1985
Varmaverk stofnað
Varmaverk ehf, stofnað af Jónasi Matthíassyni, vélaverkfræðingi.
1985
1996
Vélaverk stofnað
Vélaverk ehf, stofnað af Rúnari Magnússyni, orkuverkfræðingi.
2004
Umboð fyrir KSB og SEW
Vélaverk fær umboð fyrir KSB dælur og SEW gírmótora
2004
2005
Ketildeild
Varmaverk kaupir ketildeild Héðins. Einn starfsmaður fylgir með í kaupunum.
2008
Skólphreinisistöðvar OR
Varmaverk selur búnað og uppsetningu í skólphreinsistöðvar fyrir Akranes, Borgarnes og Kjalarnes.
2008
2010
Varma og Vélaverk er stofnað
Varmaverk og Vélaverk sameinast og stofna Varma og Vélaverk sem er til húsa í Knarrarvogi 4
Árið 2008 seldi Varmaverk búnað ásamt uppsetningu til Orkuveitu Reykjavíkur í 3 skólphreinsistöðvar á Akrensi, Borgarnesi og Kjalarnesi. Þetta var stærsta einstaka sala í sögu Varmaverks.
Árið 2010 er hönnurhluti Vélaverks seldur til Eflu og Rúnar flytur sig um set. Sama ár sameinast Varmaverk og Vélaverk undir nafninu Varma og Vélaverk og sameina starfsemina í Dalshrauni 5.
Árið 2011 kaupir Varma og vélaverk rekstur Rastar ehf fær þar með umboð fyrir AlfaLaval.
Árið 2012 flytur starfsemin í núverandi húsnæði við Knarrarvog 4 og eru starfsmenn 8 talsins.